Safnar fyrir Hælinu á Karolina Fund

María Pálsdóttir á kaffihúsinu á Hælinu í Kristnesi. Mynd/Þröstur Ernir.
María Pálsdóttir á kaffihúsinu á Hælinu í Kristnesi. Mynd/Þröstur Ernir.

Leikkonan María Pálsdóttir hefur hafið söfnun á Karolina Fund fyrir Hælið, setur um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafirði. Takmarkið er að safna 2,8 milljónum sem fara í að setja upp sýninguna um sögu berklanna. María opnaði kaffihús í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit í ágúst sl. en hún áformar að opna sýninguna næsta vor.

„Þessi hugmynd sem kviknaði 2015 er að verða æ raunverulegri. Að halda á lofti minningu þeirra sem lutu í lægra haldi fyrir Hvíta dauða á síðustu öld og gera áhrifaríka sýningu um sögu berklanna. Við ætlum að segja sögur af missi, sorg og örvæntingu en ekki síður af æðruleysi, bjartsýni, von og lífsþorsta. Það á eftir að fullhanna og setja upp sýninguna, mála veggi og loft, gera við glugga, lagfæra hurðar, lagfæra gólf, vinna í rafmagni og uppfylla kröfur um brunavarnir. Sem sagt nóg eftir,“ segir María.

Þeir sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið geta farið inn á þessu síðu hér og valið  framlag.

 

 

Nýjast