Reyna að takast á við ástandið af æðruleysi

Höfuðstöðvar Gientle Giants hvalaferða á Húsavík.
Höfuðstöðvar Gientle Giants hvalaferða á Húsavík.

Hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík hafa sett svip sinn á bæjarlífið í áratugi og gert það með myndarbrag. Enda hefur Húsavík komist á kortið sem höfuðstaður hvalaskoðunar í Evrópu. Það algjöra hrun sem orðið hefur í komum erlendra ferðamanna til Íslands vegna Covid-19 heimsfaraldursins sem enn geysar hefur þvingað þessi fyrirtæki til þess að draga saman seglin og halda að sér höndum. Óvissa ríkir um framtíðina enda langt liðið á hvalaskoðunarvertíðina en reglulegar farþegasiglingar aðeins rétt hafnar.

Vikublaðið heimsótti eitt þessara fyrirtækja, Gientle Giants hvalaferðir (GG) heim á dögunum og tók Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra tali. GG er eitt fjölmargra fyrirtækja sem nýtt hefur hlutabótaleið stjórnvalda. Í eðlilegu árferði starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu þegar mest er en undanfarið hefur verið lágmarksmönnun þar sem keyrt er fyrst og fremst á heilsársstarfsfólki.

Stefán er alin upp við sjómennsku og notar gjarna myndmál í ræðu sinni með vísun í baráttu mannsins við að sækja sér bjargir til sjávar. Hann lýsir aðstæðum þeim sem brjóta nú á ferðaþjónustunni eins og að reka í stórsjó í svartaþoku. Stefán fer ekki leynt með það að hann telji útlitið vera dökkt hjá mörgum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar. 

Lesa má ítarlegt viðtal við Stefán í nýjasta tölublaði Vikublaðsins. 

-epe

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

Nýjast