13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Rekinn úr körfuboltaliði Þórs vegna gruns um kynferðisbrot
Leikmaður í körfuboltaliði Þórs á Akureyri hefur verið kærður og er grunaður um kynferðisbrot. Er málið nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri.
DV sagði fyrst frá málinu.
Þar segir í fréttinni að leikmaðurinn hafi leikið stórt hlutverk fyrir körfuboltafélagið undanfarin ár. Samkvæmt heimildum DV hefur leikmanninum verið vísað úr liðinu og mun ekki spila aftur fyrir Þór. Lið Þórs sigraði Vestra á heimavelli á föstudag, en þann dag lauk deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta lauk. Eftir leikinn fögnuðu leikmenn því að hafa orðið deildarmeistarar og tryggt sér sæti í úrvalsdeild. Umræddur leikmaður var þó ekki í þeirra hópi og vakti það athygli margra áhorfenda, segir í frétt DV um málið.