Reisa á tvær heilsugæslustöðvar fyrir á annan milljarð króna

Húsnæðið á Heilsugæslustöðunni á Akureyri er of lítið og ófullnægjandi. Mynd/Þröstur Ernir.
Húsnæðið á Heilsugæslustöðunni á Akureyri er of lítið og ófullnægjandi. Mynd/Þröstur Ernir.

Áætlað er að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri fyrir á annan milljarð króna. Núverandi heilsugæslustöð er í ófullnægjandi húsnæði og því talið afar brýnt að byggja nýtt sem allra fyrst. Starfsemin hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið í miðbænum á Akureyri. Frá þessu var greint á Rúv.

Þar segir að fyrir fjórum árum hafi verið unnin stefnumótun þar sem niðurstaðan var að húsnæðið dygði ekki lengur fyrir starfsemina og brýnt væri að byggja nýtt. Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Akureyrarbær undirbúa málið í sameiningu. Þar er meðal annars verið að skoða hvar í bænum væri best að byggja yfir þessa starfsemi og hvað þyrfti að byggja stórt. Venjan er að sveitarfélög leggi til lóðir fyrir heilsugæslustöðvar en ríkið kosti framkvæmdina, segir í frétt Rúv

Nýjast