Ráðinn markaðsstjóri Glerártorgs

Davíð Rúnar Gunnarsson.
Davíð Rúnar Gunnarsson.

Eik rekstrarfélag hefur ráðið Davíð Rúnar Gunnarsson sem markaðsstjóra verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Akureyri. Segja má að starfið sé komið heim norður þar sem markaðsstjórar Glerártorgs hafa hingað til verið búsettir á höfuðborgarsvæðinu og því sætir ráðningin nokkrum tíðindum.

Davíð Rúnar hefur rekið Viðburðarstofu Norðurlands undanfarin ár og komið að markaðsstarfi og stjórnað fjölda viðburða. Hann mun áfram reka Viðburðarstofu Norðurlands í óbreyttri mynd. Davíð Rúnar segir það gott fyrir starfsemina í Glerártorgi að starf markaðsstjórans flyst norður til Akureyrar. „Markaðstarfið verður eflt til muna, það er alveg ljóst og norðlenskir miðlar munu verða mikið notaðir og þá verða samfélagsmiðlar efldir töluvert. Það eru spennandi tímar framundan á Glerártorgi,“ segir Davíð Rúnar.

Á Glerártorg koma árlega yfir 1,5 milljónir viðskiptavina árlega og er Glerártorg stærsta verslunarmiðstöð utan höfuðborgarsvæðisins. Verslunin er með yfir 36 verslanir, veitingastaði, læknastofur, tannlækna og blóðbanka.

Nýjast