Pollamótið hefst í dag-Samskip nýr styrktaraðili

Pollamótið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af stóru viðburðum ársins hjá eldri íþróttakem…
Pollamótið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af stóru viðburðum ársins hjá eldri íþróttakempum.

Flutningafyrirtækið Samskip hefur gert samning við knattspyrnudeild Þórs um að verða aðalstyrktaraðili Pollamóts Þórs á Akureyri. Frá þessu er greint á vef Þórs.

Pollamótið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af stóru viðburðum ársins hjá eldri íþróttakempum þar sem konur og karlar koma saman, hnýta á sig takkaskóna og sýna gamla og nýja takta á knattspyrnuvellinum. Mótið hefur verið haldið síðan árið 1986.

„Samskip leggja margvíslegum málefnum lið á ári hverju, bæði góðgerðarmálum, menningarmálum og styrkja íþróttastarf á landinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styrkja fjölbreytta starfsemi er tengist landsbyggðinni. Með þessum samning gefst Þórsurum tækifæri til að gera frábært mót enn betra,“ segir á vef Þórs.

Pollamótið verður haldið núna um helgina, dagana 5. og 6. júlí á Þórsvellinum. Nú þegar hafa 60 lið boðað komu sína á mótið þar sem keppt verður í þremur karladeildum og þremur kvennadeildum. Aldurstakmark er 20 ára hjá konum og 30 ára hjá körlum.

Nýjast