Óvíst hvort framkvæmdum ljúki fyrir 18. maí

Það styttist í að fólk geti streymt í sundlaugarnar á ný.
Það styttist í að fólk geti streymt í sundlaugarnar á ný.

Miklar framkvæmdir standa yfir innanhúss í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í búningsklefum. Um leið og sundlauginni var lokað vegna samkomubanns hófust framkvæmdir og m.a. verið að lagfæra búningsklefa og sturtur.

Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segir framkvæmdir hafa gengið vel en þó séu þau í kapphlaupi við tímann í að klára framkvæmdir fyrir 18. maí þegar stefnt er á að opna sundlaugarnar á ný. Hins vegar sé stefnt á opnun þann dag.

„Þetta er mikil vinna og allt kapp lagt á að ljúka framkvæmdum sem fyrst. Hvort náist að ljúka öllu fyrir 18.maí er ekki alveg fyrirséð en engu að síður reiknum við með að opna laugina þann dag ef ekkert breytist varðandi þá dagssetningu frá yfirvöldum,“ segir Elín.

Aðgengi að salernum verður stórbætt í kvennaklefa, skipt um skilrúm og setbekkir við skápa endurnýjaðir. Þá er verið að útbúa 2. hæðinni sérbúningsklefa og klefa fyrir fatlað fólk með aðstöðu fyrir aðstoðarmann.

Nýjast