Óvenju sólríkt á Akureyri í apríl

Veðrið var gott á Akureyri í apríl. Mynd/María Helena Tryggvadóttir.
Veðrið var gott á Akureyri í apríl. Mynd/María Helena Tryggvadóttir.

Sólskinsstundirnar í apríl voru óvenju margar á Akureyri eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands og mældust 177,2, sem er 47,5 stundum fleiri en í meðalári. Hafa þær aðeins þrisvar verið fleiri í aprílmánuði (flestar voru þær 196,3 í apríl árið 2000).

Á Akureyri var meðalhitinn 3,3 stig, 1,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára.

Nýjast