Óska eftir tilboðum í byggingu nýs leikskóla

Tölvuteiknuð mynd af leikskólanum Klappir. Mynd/Akureyri.is.
Tölvuteiknuð mynd af leikskólanum Klappir. Mynd/Akureyri.is.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur óskað eftir tilboðum í verklegar framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla við Glerárskóla. Húsið verður staðsett á suðvestur hluta lóðarinnar og verður samtengt við núverandi mannvirki á lóðinni með tengigangi.

Leikskólinn verður á tveimur hæðum og er alls um 1.450 m², er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. Húsnæðið gerir ráð fyrir sjö deilda leikskóla þar sem tvær deildir eru hugsaðar sem ungbarnaleikskóli. Innan gengt verður frá leikskólanum yfir í núverandi íþrótthús, sundlaug og grunnskólann sjálfan.

Áætlað er að taka leikskólann í notkun haustið 2021.

Nýjast