Ofurfæða / egg

Mynd: David Hamel/ Free images
Mynd: David Hamel/ Free images

Þegar við borðum, eða frekar setjum eitthvað ofan í okkur, þá fer líkaminn af stað í að vinna úr þeirri fæðu það sem hann getur nýtt til daglegra starfa. Stundum fer eitthvað ofan í okkur sem á ekki einu sinni heima á botni ruslatunnu. Af hverju gerist það? Ágeir Ólafsson 

Það að við viljum gera okkur illt með þeirri aðgerð eru engin rök í umræðunni hvað svo heldur. Kannski vitum við bara ekki betur. Kannski kunnum við þetta ekki. Við bara gerum þetta svona. Kannski er þetta ávani.

Þetta hefur ekkert með sjálfsaga eða markmið að gera. Heldur hugarfar. Líkt og að taka ákvörðun um að breyta, að hætta eða byrja á einhverju. Þessu er alls hægt að svara með einhverjum alhæfingum. Þetta virðist vera misjafnt eins og flest er á milli okkar mannsskepnunnar. Hvað er best fyrir hvern og einn og hvernig er það framkvæmt.

Líkaminn þarf samt ákveðna fæðu til að lifa af. Rétta blöndu kolvetnis, prótíns, fitu, steinefna, vítamína og vatn. Við gætum alveg lifað af botni ruslatunnunnar í einhvern tíma. En eftir þann tíma myndi líkami okkar gefa sig smám saman. Veikjast fyrst, og gefast loks upp.

Okkur er kennt þetta þegar við tökum bílprófið. Hvernig bíllinn virkar. Hvað skal setja á hann og hvað skal ekki setja á hann. Oft þykir mér við vita betur hvernig bíllinn virkar og hvað hann þarf til að virka rétt en við sjálf.

Ofurfæða

Ofurfæða er matur sem inniheldur einmitt þessi lífsnauðsynlegu atriði. Þannig að hann starfi sem eðlilegast og sem lengst. Þannig verður lund þín léttari, líkaminn betri, lífsstílssjúkdómar hverfa og grunnorka okkar eykst verulega. Hvað getum við gert við líkama sem er fullhlaðinn orku? Allt sem okkur lystir. Hvað getum við gert við líkama sem er fullur af rusli. Lítið, mjög lítið.

Útlit: Við eigum það til að dæma af útlitinu með svo margt. Matur er engin undantekning. Þetta vita sérfræðingarnir. Þeir kunna að útbúa útlit fæðu sem er svo slæm fyrir okkur að ef þú neytir hennar mikið, getur það haft lífshættulegar afleiðingar. Þeir fá okkur samt sem áður til að kaupa hana. Við kunnum að halda að hún sé líklega hollari en margt annað. Gulir, rauðir, grænir og ljóslifandi litir eru allsráðandi í markaðs – og framsetningunni.

Það er ekkert aldurstakmark á sykur

Innihaldsslýsingin fær hins vegar falleinkunn. Af hverju fær þessi vara leyfi ráðuneyta inn á neyslumarkað? Af því að sykur er ekki talinn óhollur. Af því að hvítur sykur er ekki talinn lífshætturlegur af sérfræðingum í fyrsta skipti sem þú neytir hans. Hann verður ekki ávanabindandi við fyrstu smökkun eins og áfengi, tóbak eða önnur fíkniefni geta orðið. Það er þess vegna. Hvernig á að banna vöru sem er stútfull af fyrsta bragðinu sem við venjumst, sætri mjólk? Það er ekkert aldurstakmark á sykur. Allir geta keypt hann í því magni sem þeir kjósa sjálfir, óháð aldri. Sem er að mínu mati galið. Algerlega galið.

„Enginn viðbættur sykur“ eða „No added sugar“, sjáum við auglýst á hverjum degi þegar gervisætuefni eru fengin í staðinn fyrir sykur. Forskeytin „enginn“, eða á ensku „no“ eða „not“ þegar að sykur fylgir svo á eftir er eitthvað sem sérfræðingarnir sækjast í að nota í sinni herferð gegn okkur. Já, gegn okkur. Ekki með okkur... gegn okkur.

Dísætt bragðið af gervisætuefnunum gæla svo við tungu okkar í hverjum bita og sopa og rugla í okkur blóðsykurinn á sama hátt og hinn sem talinn er óvinurinn gerir. Það er ekkert lífsnauðsynlegt efni í viðbættum sykri sem þú þarft til að lifa daginn.

Í dag erum við á góðri leið. Við erum farin að hreyfa okkur meira og orðin meðvitaðri um heilsuna okkar og fæðuna sem við neytum en reiðum okkur of mikið á það sem aðrir segja okkur að gera. Sjálfsvitundin er ekki orðin nógu sterk til að láta hug fylgja verki. Við þurfum að lesa okkur betur til og afla okkur upplýsinga betur. Og fyrst og fremst þora að treysta á okkur sjálf. Af því að innst inni vitum við þetta.

Vissir þú að í sumum smoothie ávaxtadrykkjum og appelsínusöfum sem eru orðnir húsvinir á heimili okkar allra, er meiri viðbættur sykur en í sykurmiklum gosdrykkjum? Það er oft meiri sykur í þeim en í sykurmesta gosdrykknum. Okkur er sagt að þetta sé hollt og við kaupum það af því að það „lítur út fyrir að vera hollt“. Litirnir á umbúðunum gefa það til kynna.

Af hverju eru egg ofurfæða?

Þau hafa oft verið kölluð full hús matar. Sem er rétt. Það getur vel verið að þau séu ekki eins spennandi og brauðsneið með salati eða snúður með karamellu, en þau falla undir þessa ofurfæðu.

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að borða egg á hverjum degi:

Bein: Egg innihalda kalsíum. Þau innihalda einnig D-vítamín sem jafnar kalkið í tönnum og beinum. Þú færð betri húð, hár og neglur. B vítamín og Omega 3 fitusýrur í eggjunum sjá til þess.

Vöðvauppbygging: Egg eru stútfull af prótínum sem eru nauðsynleg fyrir uppbyggingu vöðva. Heilinn fær næringu af kólín sem eykur minni og einbeitingu. Egg innihalda einnig nauðsynleg vítamín, steinefni og andoxunarefni.

Augun: Andoxunarefnin lútein og zeacanthin verja augun fyrir daglegri áras baktería og eiturefna.

Líkamsþyngd: Það er mun auðveldara að viðhalda líkamsþyngdinni sem þú kýst að halda þar sem egg eyða hungurtilfinningu og seðja þig.

Hér eru aðeins nefnd nokkur atriði um eina ofurfæðu. Þegar þú borðar sem dæmi brauð með majonesi, snúð með sykri eða sykraðan gosdrykk þá færð þú nánast engin nauðsynleg næringarefni. Og ef þú svíkur líkama þinn daglega þeim efnum sem hann þarf til að starfa, svíkur hann þig á móti. Hann vill sofa meira, verður oftar pirraður og þyngist verulega.

Góðar stundir

Nýjast