Nýtt hundagerði á Svalbarðseyri

Gunnar og Ómar við hundagerðið á Svalbarðseyri. Mynd á vef Svalbarðsstrandahrepps.
Gunnar og Ómar við hundagerðið á Svalbarðseyri. Mynd á vef Svalbarðsstrandahrepps.

Félagarnir Gunnar og Ómar sendu erindi til umhverfis- og atvinnumálanefndar þar sem óskað var eftir því að reist yrði hundagerði og reynsla fengin á hvort slíkt gerði myndi nýtast hundeigendum, öruggt svæði þar sem hundar fái að vera frálsir og hlaupa um. Nefndin tók jákvætt í erindi þeirra félaga og sama gerði sveitarstjórn sem samþykkti að sett yrði upp hundagerði og reynsla fengin notkun og umgengni. Þeir Gunnar og Ómar aðstoðuðu starfsmenn vinnuskólans við uppsetninguna og sáu til þess að ruslatunna hefur verið sett upp. Gerðið er rétt um 100m2 og eru hundeigendur hvattir til þess að nýta sér þessa aðstöðu. Þeir félagar leggja ríka áherslu á snyrtimennsku og að hundeigendur hreinsi upp eftir hunda sína. Hundagerðið er norðan við Sundlaugina og við hliðina á matjurtargarðinum. Matjurtargarðurinn hefur fengið nýja mold og standa vonir til þess að hann verði tilbúinn til ræktunar næsta vor segir í frétt á vefsíu Svalbarðsstrandahrepps.

Nýjast