13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Nýr snjótroðari í Hlíðarfjall
Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt kaup á nýjum snjótroðara upp á tæpar 60 milljónir kr. Snjótroðarinn verður fyrsti sinnar tegundar í Hlíðarfjalli og verður tekinn í notkun næsta haust.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður hann sérstaklega úbúinn til að mega starfa innan vatnsverndasvæða en vatnsverndarsvæði er við skíðagöngubrautina norðantil í Hlíðarfjalli. Mun nýi troðarinn sjá um brautarvinnslu þar og einnig nýtast vel í svigbrekkunum.
Ný stólalyfta mun bætast við í Hlíðarfjall næsta haust og verður snjótroðarinn því væntanlega góð viðbót fyrir skíðasvæðið.