13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Nýr slökkvibíll hjá Slökkviliði Akureyrar
Ný slökkvibifreið er komin til Slökkviliðs Akureyrar en bíllinn er sérstaklega hannaður svo hann henti vel til björgunar- og slökkvistarfa í jarðgöngum. Slökkviliðið greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni.
„Bíllinn sem SA fékk er frábær viðbót í flotann og mun nýtast vel í framtíðar verkefnum slökkviliðsins. Reiknað er með að hægt verði að taka slökkvibílinn í notkun á næstu vikum,“ segir Facebookfærslu slökkviliðsins.
Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni IVECO og er m.a. fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur með 1300l slökkvikerfi, hitamyndavél, 2700 lítra loftbanka fyrir slökkviliðsmenn, klippubúnað, loftpúðum, 12 m stiga og fimm reykköfunartækjum.