13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Nýr gervigrasvöllur á Dalvík
Á dögunum var undirritaður framkvæmdarsamningur milli UMFS Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar vegna framkvæmdar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Í samningnum kemur m.a. fram að félagið sjálft mun sjá um framkvæmdina og ákvörðunartökur í efnisvali og slíku.
Á vefnum Dalviksport.is segir að gervigrasið sé fyrsta flokks með snjóbræðslu- og vökvunarkerfi. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar en það er Steypustöðin á Dalvík sem sér um þann verkþátt.
Fyrir hönd félagsins voru Kristján Ólafsson, formaður UMFS, og Björn Friðþjófsson, forsvarsmaður vallarframkvæmda, sem undirrituðu samninginn ásamt Katrínu Sigurjónsdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar og Gísla Bjarnasyni, sviðstjóra fræðslu-og menningarmála.