Nafninu á Akureyri verður breytt

Akureyrarkaupstaður verður Akureyrarbær.
Akureyrarkaupstaður verður Akureyrarbær.

Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar var lögð fram tillaga um breytingu á heiti sveitarfélagsins. Málið hafði áður verið á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember sl. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að það leggur til að heiti sveitarfélagsins verði breytt úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að óska umsagnar örnefnanefndar um breytingatillöguna.

Vikudagur fjallað um væntanlega nafnbreytingu í haust. Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri stórnsýslusviðs, sagði í viðtali í frétt blaðsins að nafnið Akureyrarkaupstaður sé lítið notað og flestir tali um Akureyrarbæ. Helst sé það hjá ráðuneytum og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem ritað er Akureyrarkaupstaður

Nýjast