20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Mynduðu kærleikshring í kringum VMA
Í tilefni af forvarnavikunni í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem lýkur á föstudaginn kemur þann 26. október var mynduð kærleikskeðja í kringum skólann að morgni þriðjudagsins sl. Þetta var táknræn aðgerð til minningar um það unga fólk sem hefur látist af völdum fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja er segir á vef skólans.
Í vikunni var haldið Bingó í Gryfjunni í skólahúsum VMA og ágóðanum verður m.a. varið til þess að styrkja Minningarsjóð Einars Darra. Hópur nemenda í skólanum stóðu fyrir viðburðinum.
„Við viljum vekja athygli á þessu málefni vegna þess að þetta er stöðugt vandamál um allan heim þar sem krakkar á okkar aldri eru að fara niður þennan veg, okkar markmið er að dreifa orðinu og koma í veg fyrir að fleiri gera sömu mistök og þau sem hafa farið niður þessa braut,“ segja nemendurnir.