Mótmæla hækkun á fasteignagjöldum
Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni mótmælir þeim miklu hækkunum sem orðið hafa á fasteignagjöldum hjá Akureyrarbæ. Félagið skorar á Akureyrarbæ að draga úr þessum hækkunum og fara ekki yfir 2,5% og styðja þannig við lífskjarasamninginn.
Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.
Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, skrifar grein í Vikudag sem kemur út í dag þar sem hún segir rangt að halda því fram að Akureyrarbær hækki gjaldskrár sínar umfram 2,5%. Í bréfi Björn Snæbjörnssonar formanni Einingar-Iðju til forseta bæjarstjórnar í síðasta blaði var það gagnrýnt að Akureyrarbær hækki fasteignagjöldin um 8,8% og stefni þannig lífskjarasamningnum í voða.