13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Moksturinn dýrari eftir óveðurshvellinn
Kostnaður við snjómokstur á vegum Akureyrarbæjar á þessu ári stefnir í að verða vel yfir fjárveitingum til verkefnisins í fjárhagsáætlun bæjarins. Áhersla er lögð á að halda mikilvægustu samgönguleiðum innan bæjarins opnum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.
Snjó hefur kyngt niður í bænum og hafa snjómoksturstæki verið að nánast allan sólarhringinn. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að gjaldfærður kostnaður við snjómokstur bæjarfélagsins á þessu ári nemi um 140 milljónum króna. Inni í þeirri tölu er ekki moksturinn eftir hvellinn mikla í síðustu viku, en áætlað er að hann hækki upphæðina um nokkra tugi milljóna.
Í fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir þetta ár var gert ráð fyrir 177 milljónum króna til snjómoksturs. Í febrúar á þessu ári þegar mikið snjóaði í bænum nam kostnaður rúmum 66 milljónum króna og haft er eftir Dan Brynjarssyni, sviðsstjóra fjársýslusviðs, að hann telji hann ekki ólíklegt að álíka kostnaður sé fallinn á bæinn í desember þótt mánuðurinn sé rétt hálfnaður.