Meiri krafa um aðgreiningu gangandi og hjólandi

Stígurinn við Drottningarbrautina hefur iðað af mannlífi í samkomubanninu, hvort sem það eru gangand…
Stígurinn við Drottningarbrautina hefur iðað af mannlífi í samkomubanninu, hvort sem það eru gangandi eða hjólandi og hefur sumum fundist nóg um.

„Markmið þessarar vinnu er að auka hlutdeild gangandi og hjólandi í ferðum um bæinn. Það sem við erum einna helst að vinna að núna er að bæta möguleikann til þess að nýta reiðhjól í bænum,“ segir Pétur Ingi Haraldsson sviðssstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar. Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur fyrir og er hún sett fram sem breyting að aðalskipulagi 2018-2030.

Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir stígakerfið innanbæjar. Tillagan er unnin í samræmi við markmið bæjarins um að byggja upp skilvirkt, öruggt og aðlaðandi stígakerfi sem gerir íbúum kleift að sinna vinnu, daglegum erindum og frístundum allt árið um kring. Í tillögunni er stígakerfið flokkað í stofnstíga, tengistíga, útivistarstíga, reiðstíga og almenna stíga. Í skipulaginu er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með uppbyggingu á nýjum stofnstígum og endurbótum á þeim sem fyrir eru. 

Mikil fjölgun á þeim sem nota reiðhjól

„Það hefur orðið mikil fjölgun á þeim sem nota reiðhjól og jafnvel allt árið um kring og sérstaklega með tilkomu rafmagnsreiðhjóla. Það felur í sér að það er orðin meiri krafa um aðgreiningu gangandi og hjólandi. Það eru í raun veru stefna skipulagsins að það verði smám saman farið í framkvæmdir til að aðgreina gangandi og hjólandi með sér stígum,“ segir Pétur Ingi. 

„Undanfarið eitt og hálft er höfum við verið að vinna að því að endurskoða núverandi stígakerfi bæjarins. Við lítum svo á að núverandi stígakerfi sé nokkuð gott að mestu leyti þótt ýmislegt megi bæta. Núna erum við að vinna að því að skapa heildarsýn fyrir stíga til framtíðar, næstu ára og áratuga. Í skipulaginu er verið að skilgreina ákveðna tegundir af stígum, t.d. stofnstíga sem eru megin göngu-og hjólaleiðir um bæinn.“

Pétur segist vonast til þess að verkefnið klárist á næstu mánuðum svo hægt verði að hefjast handa við að byggja upp betra stígakerfi.

Nýjast