„Maðurinn þarf að stunda æfingar“ (Hippocrates 460-370 FK)

Nú þegar vor er í lofti og fólk farið aðhugsa um vorverkin og að rækta garinn sinn er ekki úr vegi að huga að likamsrækt, sem er lík því að rækta garðinn eða sinna bílnum.  Kerfi líkamans nærast á álgi, blóðrás og smurningu í formi reglulegrar hreyfingar, alla æfi.  (Motion is lotion)

En frekar en í gróðrinum þá koma uppskeran og áhrifin ekki á einni nóttu og er þörf á  stöðugu viðhaldi.  Jafnvel börn taka það sem sjálfsagðan hlut að bursta tennurnar til að halda þeim heilbrigðum.  Í raun er lítill  munur á tönnum og æða eða hreyfikerfi mannsins, því hreyfing er tannbursti vöðva og æða.  Lélegt líkamlegt form er í dag, stærsti áhrifavaldur varðandi heislufar fólks og er kominn fram úr reykingum.  Á hverju ári deyja  yfir 3 milljónir manna  í heiminum vegna lélegs líkamsástands.  Munum að líkaminn var hannaður fyrir hreyfingu en við höfum færst afar langt frá þeim grunni og því miður er það tæknin sem er stærsti óvinur okkar hvort sem það eru bílar, skjátæki eða lyftur.  Enda sitja yfir 64% Evrópubúa meira en 4 klst á dag.   Látum ekki i tæknin a stjórna okkur og skera ár af lífi okkar því að þeir sem eru í lélegu líkamsástandi, bæði lifa skemur og eiga færri heilbrigð ár.  Það er því ekki spurning fyrir þig hvort þú eigir að hreyfa þig heldur hverning, og ræðst það helst af því hvað þér finnst skemmtileg og er einnig tengt stoðkefirskvillum þ.a þeir sem eru slæmir í þungaberandi liðum þurfa að velja hreyfingarform sem lágmarkar álag á liðamót t.d að hjóla eða synda í stað þess að hlaupa.

Sífellt koma fram rannsóknir um jákvæð áhrif hreyfingar sem forvörn við sjúkdómum og í raun ert þú þinn besti læknir með því að sinna forvörnum með reglulegri hreyfingu.  Í heiminum í dag eru 1,4 billjónir manna yfir kjörþyngd og þar af hrjáir offita 200 milljónir karla og 300 milljónir kvenna.  Heilbrigðiskerfið er því farið að líta meira til forvarna, og er hreyfingarleysi stærsti staki áhættuþáttur lífsstílssjúkdóma, því lélegt líkamsform hefur áhrif á flesta aðra áhættuþætti.  Slagorð Alþjóða heilbrigðisstofnuninnar er í dag:  „hreyfing hefur lækningagildi“ .  Er áhersla er á neikvæð áhrif hreyfingarleysis frekar en jákvæð áhrif hreyfingar en alltaf snýst heilsa um notkun líkamans eins og hann var hannaður til, enda hefur hann ekki breyst frá þeim tíma að, hreyfing  var grundvöllur þess að lifa af.  Rannsóknir sýna að fólk í góðu formi og kjörþyngd lifir lengur.  Um þriðjungur íbúa heimsins er óvirkur í hreyfingu og minnkar  hreyfing með auknum aldri, og þar að auki hreyfa fjórir af hverjum fimm unglingum sig of lítið.  Versta samsetningin er offita og lélegt form og er betra að vera þéttur í formi en grannur í lélegu formi.  Áherslan á að vera á líkamlegt form en ekki útlit og er mesti hagur af því að fá þá sem hreyfa sig lítið til að ná hreyfi viðmiðum frekar en að þeir sem æfa í hófi fari að æfa meira.  Ný viðmið í hreyfingu og áhrifum á heilsfar hafa verið sett fram, og er talið æskilegt að hreyfa sig daglega í 30 mínútur og þurfa börn og unglingar 60 mínútur.  Það góða er, að nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að það þarf minni hreyfingu en áður var talið, til að hafa heilsubætandi áhrif.  Lykilatriði er regluleg hreyfing sem ekki þarf að vera mjög erfið, og getur jafnvel verið uppsöfnuð yfir daginn þ.a þessar hreyfimínútur þurfa ekki að vera samfelldar.  Þýðir það að ganga í vinnu og skóla, ganga tröppur, leika sér úti með börnum, leggst allt í sjóð, sem ávaxtast betur en flest annað sem við gerum.  Til að ná þessum heilsubætandi áhrifum er einungis nauðsyn að verða aðeins móður og finnast þú hitna. 

Nú er vorið komið og er það góður tími til að byrja að fjárfesta í heilsu með hreyfingu í 30 mínútur á dag.

Nýjast