Lögreglan í róttækar aðgerðir vegna COVID-19

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.

Lögreglan á Norðurlandi eystra er búin að gera áætlun til að tryggja sem best órofinn rekstur hjá embættinu í kórónuveirufaraldrinum. Um er að ræða róttækar aðgerðir þar sem reynt er að klippa á allar mögulegar smitleiðir milli starfseininga og lágmarka þannig fjölda þeirra sem þyrftu mögulega að fara í sóttkví. Lögreglan greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni.

Hluti af þessari áætlun felur í sér að lögreglustöðvum er skipt upp í svæði og aðgangur að hverju svæði takmarkaður við ákveðna starfsmenn. Þar að auki verður aðgangur að lögreglustöðvum takmarkaður við það sem nauðsynlegt er, starfseminnar vegna.

Í tengslum við þetta hefur verið ákveðið að almenn afgreiðsla lögreglustöðvanna verði frá mánudeginum 16.03.2020 aðeins opin á milli kl. 08:00 og 16:00 á virkum dögum. Lögreglustöðvar í umdæminu eru á Þórshöfn, Húsavík, Akureyri, Dalvík og Siglufirði.

"Þjónusta okkar við samfélagið er að öðru leyti óbreytt og minnum við á að ef þörf er á lögregluaðstoð skal hringja í númerið 112,“ segir lögreglan.

Nýjast