13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Krónan gæti opnað á Akureyri seint á næsta ári
Eigendur Krónunnar vinna enn að því að opna verslun á Akureyri. Við fyrirspurn blaðsins segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, að áform um staðsetningu verslunarinnar hafi ekki breyst og stefnt sé að því að opna verslun á Glerárgötureitnum.
„Við erum að vona að á fyrri hluta þessa árs verði deiliskipulag klárað. Ef það gengur allt upp núna á vormánuðum, sem við ætlum að leyfa okkur að vera bjartsýn á, þá sjáum við fram á að geta hafið framkvæmdir,“ segir Gréta.
Vikudagur greindi í fyrst frá komu Krónunnar árið 2016 en erfiðlega hefur gengið að fá samþykkt nýtt deiliskipulag á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði. Því hefur koma verslunarinnar tafist.
„Um leið og við sjáum fram úr deilduskipulagi getum við farið að skipuleggja og í framhaldi gefið út hvenær við komum. Það gæti verið seint árið 2021 ef allt gengur,“ segir Gréta.