Kristján Kristjánsson nýr framkvæmdastjóri ÍNN
Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍNN og mun hann sinna daglegum rekstri stöðvarinnar. Kristján er menntaður leikstjóri og er að ljúka meistaranámi í forystu og stjórnun. Hann hefur unnið við sjónvarps- og kvikmyndagerð í fjöldamörg ár bæði hérlendis og í Noregi. Kristján starfaði t.a.m. við sjónvarpsauglýsingagerð til fjölda ára, sem framleiðslu og framkvæmdastjóri N4, auk þess að hafa leikstýrt ýmsu leiknu efni fyrir sjónvarp. Kristján hefur auk þess mikla reynslu af markaðsstörfum og er að láta af störfum sem markaðs- og kynningarstjóri hjá Sögum útgáfu. Kristján hefur nú þegar hafið störf.