Krakkar kynnast sjávarútvegi

Mynd/HA.
Mynd/HA.

Sjávarútvegsskóli Háskólans á Akureyri er nú á ferðinni þar sem krakkar á aldrinum 13–14 ára í vinnuskólanum á Norður- og Austurlandi hafa tækifæri til að kynnast sjávarútveginum í Sjávarútvegsskóla HA. Þetta er í sjöunda sinn sem skólinn er haldinn en hann var settur á stofn af Síldarvinnslunni hf. á Neskaupsstað.

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók svo við rekstri hans árið 2016. Í ár er skólinn starfræktur á fimm stöðum á Austurlandi og fjórum stöðum á Norðurlandi. Nemendur eru starfsmenn í vinnuskólanum og samtals sækja 200 krakkar skólann. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi sjávarútvegs og hvaða atvinnumöguleika og tækifæri hann hefur upp á að bjóða.

„Mikilvægi Sjávarútvegsskólans í þessum minni sveitarfélögum á landsbyggðinni er ómetanlegt. Í breyttu starfsumhverfi sjávarútvegsins hafa unglingar í dag færri tækifæri til að starfa beint hjá fyrirtækjunum og því er Sjávarútvegsskólinn nauðsynleg tenging við unga fólkið,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Nýjast