KETÓ
Ert þú á Ketó?
Ef þú ert á Ketó ertu mögulega farinn að léttast hratt. Sem er alveg eðlilegt miðað við hvað þú ert að borða lítið af kolvetnum.
Þú ert kannski farinn að ætlast til að allir í kringum þig séu á því sama.
Bryddar upp á umræðu á kaffistofunni að Ketó sé það eina sem virkar.
Líkt og megrunarpillan sem enn er ekki komin á markað og enginn þorir að tala um. En pillan er ekki svo ólík get ég sagt ykkur.
Hún mun koma á markað með slíku áframhaldi þar sem endalaust troðningur er í megrúnarkúra-lestinni sem stoppar í hverju skúmaskoti landsins og býður þér sæti í þessu pínu litla samfélagi okkar.
Á hverju ári hittast sömu andlitin.
Nei, þú hér aftur?
Ketó er ekki lífstíll, það er stytting á heitinu ketosis sem er efnafræðilegt heiti sem á sér stað í líkamanum þínum á hverjum degi ef þú borðar rétt og hreyfir þig. Ef þú borðar minna og passar það hreyfa þig örlítið. Þú gætir meira að segja verið að ketó-a núna…án þess að vera á Ketó.
Án þess að vera skráður í lokaðan hóp á Facebook eða orðinn fanatískur boðberi mergrunarkúrsins.
Bókútgefendur finna alltaf nýja leið til að fylla lestina af bókum og fá þig um borð hvert ár. Þeir meira að segja sjá til þess sumir sem grófastir eru að þú komir aftur og aftur. Þeir græða lítið á því að þú náir varanlegum árangri.
En allir vita hvert vandamálið er. Líka þú.
Við erum að borða of mikinn sykur. Viðbættan sykur. Það er rót vandans.
En ef þér er boðið að kaupa bók í dag sem fjallar um það augljósa, “að minnka sykurneyslu”, þá er árangur sölu hennar ekki milljón bækur seldar.
Sykur er nefninlega old news.
Orð sem selur ekki lengur.
Það þarf alltaf einhverja leynd á vörunni sem verið er að selja. Eitthvað sem þú þekkir ekki og telur vera eitthvað breakthrough! Eitthvað nýtt.
Ketó.
En Ketó er ekki nýtt. Ketó er ekki breakthrough.
Keto er old news.
Ketó – orðið sjálft – er stytting á orðinu ketosis. Sem er efnafræðilegt heiti yfir það þegar líkaminn á ekki nógu mikinn glúkósa til að búa til orku. Eða eins og sagt er á fræðimálinu ,,Ketosis is a NORMAL ( NORMAL = VENJULEG) metabolic process. When the body does not have enough glucose for energy, it burns stored fats instead; this results in a build-up of acids called ketones within the body”.
Líkaminn gengur á fituna – orkuna - sem utan á okkur flestum er og notar hana sem orku. Bræðir þannig fitunni. Hratt ef þú borðar of lítið af eða sleppir kolvetni.
Svipað og þegar þú liggur á sjúkrahúsi alvarlega veikur og getur ekki borðað. Eftir einhvern tíma á legunni byrjar líkaminn í “ketosis - mode” á meðan þú ert með næringu í æð.
Í því ástandi er betra að hafa einhvern forða til að líkaminn geti ketó-að svo þú haldir lífi.
Fullhraust eigum við að forðast slík efnaskipti á svo hraðan og grimman máta. Að léttast of hratt með því að leyfa sér ekkert.
Að láta allt gerast hratt.
Í stað Ketó eða annarra megrunarkúra; af hverju nennir þú ekki að leggja á þig það sem þarf til að losa þig við aukakílóin?
Það er að borða minna og hreyfa þig eitthvað örlítið í lengri tíma. Léttast aðeins hægar.
Af hverju leggur þú á líkama þinn sama álag og þegar þú liggur fárveikur á sjúkrabeði til þess eins að léttast hratt?
Af hverju eltir þú mergunarkúra ár hvert og felur þig svo alsaklaus á bakvið mun flóknari hugmyndafræði sem heitir lífstílsbreyting, þegar þú veist vel að þetta er ekki slík breyting.
Ef þú ert að elta kúrana, þá ættir þú að viðurkenna það og ekki líkja því við alvöru breytingu þegar fólk leggur á sig það sem virkilega þarf, nótt sem dag, í að gera varanlegar breytingar á því sem þeir þurfa að bæta.
Í langan tíma.
Lífsstíll er langur tími.
Ekki stutt og eitthvað sem er auðvelt.
Ketó er því ekki lífsstíll.
Þú munt fá þér brauð, pizzu, kartöflur, hrísgrjón, bjór eða slíkt einhvern tíman aftur þó í blindni þinni þú viðurkennir það ekki núna af því þér gengur svo vel.
Við fólkið erum nefninlega ekki flóknari verur heldur en það að vera fyrirsjáanlegar þegar kemur að mat.
Við erum öll veik fyrir mat.
Líka þú.
Það er bara spurning hvernig við vinnum úr matnum sem við borðum. Það er eitthvað sem þú Þekkir best sjálfur. Enginn þekkir þig betur en þú.
Rétta leiðin er ekki að forðast mat eða í þessu tilfelli að sneiða hjá kolvetnum.
Þúsundir Íslendinga eiga eftir að missa fjöldann allan af kílóum fyrstu mánuði ársins. Það er staðreynd.
Líka sá sem liggur inni á sjúkrahúsi, fárveikur.
Sömu Íslendingar eiga svo eftir að sligast með allt of mörg aukakíló í lok árs eftir að hafa verið að krukka í efnaskiptunum sínum með vinsælum megrúnarkúrum.
Af hverju ættir þú að þyngjast svona hratt aftur?
Þú átt að vita af hverju það gerist ef þú ert búinn að lesa þig til um hvað gerist þegar þú forðast kolvetni í langan tíma. Til að gera langa sögu stutta þá ertu að borða eins og einhver sem er að fara að keppa í Hreysti / Fitness.
Ásgeir Ólafs
Við höfum flest lesið viðtöl við einstaklinga sem opna sig eftir slík mót og segjast hafa eyðilagt starfsemi líkama síns á aðeins nokkrum mánuðum. Með alvarlegum afleiðingum á andlegu hliðina einnig. Það er erfitt að vera á stað sem manni líður vel á líkamlega, og fara svo hratt á annan stað sem manni líður ekki vel á. Það getur haft þessar andlegu neikvæðu afleiðingar.
Hvað gerist þegar þú hættir á kúrnum sem þú ert á?
Heldurðu að það verði eitthvað öðruvísi í þínu tilfelli?
Þegar þú loksins sest niður og færð þér brauðsneiðina sem þig hefur langað í allan tímann. Snakkið í kósístund með makanum og börnunum sem þú hefur svelt þig á svo mánuðum skiptir. Eða grillaða fyllta kartaflan með steikinni í sumar með einum svellköldum bjór í grillpartý í 25 stiga hita á svölunum.
Eins og ég kom inn á áðan þá erum við mannskepnan svo einföld og fyrirsjáanleg að það er því mjög einfalt að vita hvað gerist næst.
Líkaminn bregst við eins og hann gerir hjá allt of mörgum. Aftur og aftur.
Venjulega þegar þú borðar kolvetni þá nýtir líkami þinn sem mest af kolventum í orku. Ef þú borðar of mikið af þeim þá hendir hann einhverju í forða og svo restinni í ristil og út. En ef þú borðar rétt hlutfall kolvetnis þá nýtir hann allt og þú þyngist ekki um eitt kíló. Starfsemin er eðlileg. Það er, líkaminn starfar eðlilega.
Eftir kolvetnissvelti í ekki lengri tíma en nokkra mánuði þá getur líkaminn breytt öllum kolvetnunum í fitu. Hann veit ekki annað.
Ekki hluta þeirra heldur öllum sem forðabúr.
Líkaminn skynjar kolvetnin sem koma inn sem hann hefur verið sveltur af í fleiri mánuði. Þessi starfssemi líkamans er því orðin nýlunda.
Að fá kolvetni aftur.
En hvað gerir hann? Hann starfar í svokölluðu “shock-mode” hvað kolvetnin varðar svo mánuðum skiptir.
Á meðan hefur þú enga stjórn. Stundum þá gengur það ekki til baka og þú ert farinn að skrifa pistla í öngum þínum um að þú ert búinn að eyðileggja eðlilega líkamsstarfsemi.
Kominn í fangelsi.
Fangelsi enn eins megrunarkúrsins.
Hentar það þér vel eða þeim sem selur þér vöruna?
Kolvetni eru orðin óvinur þinn.
Þú ert orðinn hræddur við þau.
Svo kemur næsta lest. Tjú tjúúú!
Þú ert orðinn “target” á næsta kúr sem er verið að markaðssetja.
Þú stekkur um borð og ert farinn að kynna þér nýjasta nýtt sem að þessu sinni er megrunarpillan.
Fyrir mig er þetta eins og að heyra sama lélega brandarann aftur og aftur.
Gerðu ekki kolvetni að óvini.
Er ég anti ketó-isti?
Nei.
Þessi efnasambönd sem ketosis er hefur ekki neitt með nýjan lífsstíl að gera.
Þetta eru efnasambönd sem eiga sér stað alla daga hjá flestum.
Punktur.
Þetta er markaðssetning.
Sem virkar.
Þegar það stendur einhversstaðar skrifað að þú megir ekki fá þér það sem þér þykir gott að borða , líkt og súkkulaði, hamborgara eða ís þau fáu skipti sem þú nýtur þess þér til upplyftingar og bragðbætingar, þá er það ekki lífstíll.
Þú stjórnar mataræði þínu.
Enginn annar.
Það er ekki lífsstíll að sitja í matarfangelsi.
Láttu ekki nota þig sem markaðsvöru án þess að þú áttir þig á því.
Þú ert allt í einu farinn að auglýsa vöruna á öllum samfélagsmiðlum og enginn græðir nema sá sem selur.
Nú sýður á sumum sem lesa og eru á Kétó.
Orð eins og vitleysingur, rasshaus, fitubolla og annað er farið að hljóma í kollinum á þeim sömu og líklega hér undir í athugasemdakerfinu einnig.
En mér er nokk sama um þau ummæli.
Ummæli sem eru ekki sögð við mig beint, telja ekki.
Og þeir sem ekki þola staðreyndir, taka afleiðingunum.
Þegar þú ferð að lesa hvað megrunarkúrar hafa létt einstaklinga sem á þeim eru hratt, ættir þú á sama tíma að hafa samband við næsta sjúkrahús og spyrja hversu hratt sjúklingurinn sem liggur þar inni með næringu í æð léttist hratt.
Ef hraðinn er svipaður þá veistu að það er ekki ákjósanlegt.
Þú myndir aldrei vilja vera í hans sporum.
Kauptu þér nýjasta sófann, vasann eða ,,brandið” sem vinsælt er hverju sinni inn á heimilið þitt. Málaðu veggina heima hjá þér nýjustu tískulitunum. Kauptu þér bíl í stíl við jakkafötin þín.
En gerðu ALDREI matarvenjur þínar að tískufyrirbæri.
Þar erum við öll of ólík.
Það er eins og að ætla að við séum öll eins á litinn með sama háralit.
Matur sem þú þarft til að lifa getur aldrei orðið að tískufyrirbæri.
-Ásgeir Ólafs