20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Kanna hug bæjarbúa varðandi nafnabreytingu
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á síðasta bæjarstjórnarfundi að undirbúin verði skoðanakönnun á meðal bæjarbúa um hvort nafninu á sveitarfélaginu verði breytt. Áður hafði bæjarráð samþykkt að breyta nafninu úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbæ og vísað því til staðfestingar í bæjarstjórn.
Sóley Björk Stefánsdóttir, V-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi: „Legg til að málinu verði frestað og undirbúin verði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að komi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa verði tekið mið af honum.“
Samkvæmt upplýsingum blaðsins gæti skoðanakönnun um nafnabreytinguna farið af stað í haust.