Kaffi og vöfflur í Húna II
Fjögur ungmenni sem hafa á reiðum höndum fróðleiksmola um bátinn og sögu hans, bjóða upp á kaffi, te og vöfflur.
Gamli eikarbáturinn Húni II verður við Torfunefsbryggju í júlí og eru gestir og gangandi velkomnir um borð frá kl. 10-15 alla virka daga, segir í fréttatilkynningu.
„Sú áhöfn sem við þekkjum er nú í sumarleyfi en í þeirra stað taka á móti gestum fjögur hress ungmenni sem hafa á reiðum höndum fróðleiksmola um bátinn og sögu hans, bjóða upp á kaffi, te og vöfflur.“
Krakkarnir eru í þessu hlutverki á vegum Ungmennahússins í Rósenborg og eru íslenskir og þýskir. Þau hafa einnig til sölu sérstök póstkort sem krakkarnir í verkefninu „Skapandi sumarstörf“ hafa gert.