Jói Bjarna snýr aftur

Heimir Örn og Jói spenntir fyrir komandi vetri. Mynd af vefsíðu KA
Heimir Örn og Jói spenntir fyrir komandi vetri. Mynd af vefsíðu KA

Jóhannes Gunnar Bjarnason snýr aftur í þjálfun í vetur og verður í kringum 6. flokk karla ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni. Jói Bjarna er líklega sigursælasti yngriflokkaþjálfari landsins og hann handsalaði samninginn í dag með Heimi Erni Árnasyni, formanni unglingaráðs KA, en saman unnu þeir 5 Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum.

Jói er ansi reyndur í þjálfarabransanum en hann hóf þjálfun árið 1979 þá aðeins 17 ára gamall og fagnar því 40 ára þjálfaraafmæli í ár. Þess má til gamans geta að Heimir Örn er fæddur árið 1979 og fagna þeir félagar því báðir stórum áfanga í ár.

Jói hefur á sínum tíma unnið ófáa Íslandsmeistaratitlana fyrir KA í yngri flokkum og eru þeir yfir 20 talsins. Árið 1994 og 1995 varð 6. flokkur KA undir hans stjórn Íslandsmeistari í A, B og C liðum sem er sögulegur árangur.

Nýjast