Icelandair ekki á leiðinni norður

Bogi Nils Bogason. Mynd/N4
Bogi Nils Bogason. Mynd/N4

Reglulegt millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða er ekki á teikniborðinu hjá Icelandair. Þetta kom fram í þættinum Landsbyggðir á N4 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group var gestur Karls Eskils Pálssonar.

Bogi sagði að það væri erfitt fyrir okkur Íslendinga að byggja upp millilandaflug á mörgum stöðum.

„Okkar mat er að hagkvæmasta og besta leiðin til að koma fólki út á land er að það sé gert í gegnum millilandaflug í Keflavík,“ sagði Bogi Nils í viðtalinu. Horfa má á allt viðtalið með því að smella hér

Nýjast