Hvalreki í Grímsey

Það munu vera um 35 ár síðan hval rak að eyjunni síðast og því um sjaldgæfan viðburð að ræða. Mynd/A…
Það munu vera um 35 ár síðan hval rak að eyjunni síðast og því um sjaldgæfan viðburð að ræða. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir.

Um helgina rak búrhval að höfninni í Grímsey. Það munu vera um 35 ár síðan hval rak að eyjunni síðast og því um sjaldgæfan viðburð að ræða, segir á vef Grímseyjar. Hræið sem um ræðir er af fullvöxnum tarfi sem gæti verið um 50 tonn.

Draga þurfti hræið út úr höfninni með dráttarvél í morgun til að rýma fyrir Sæfara sem var að koma í áætlunarferð til eyjarinnar. Síðar í dag verður það síðan dregið með báti út á haf, "en leyfi fékkst fyrir því hjá Umhverfisstofnun því það er einstaklega illa farið og verulega slæm lykt sem af því kemur," segir í fréttinni.

Nýjast