20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Húsavíkurstofa lokar - Og hvað svo ?
Það finnst mér undarleg ákvörðun hjá Norðurþingi að loka Húsavíkurstofu. Á heimasíðu Húsavíkurstofofu má finna eftirfarandi:
„Húsavíkurstofa er miðstöð fyrir hagsmunaraðila í verslun og þjónustu á svæðinu. Þar er veitt þjónusta á sviði markaðs- og kynningarmála fyrir Húsavík ásamt verkefna- og viðburðarstjórnun.
Markmið Húsavíkurstofu er að verða samnefnari fyrirtækja á svæðinu og stuðla að eflingu atvinnulífs með aukinni samvinnu hagsmunaaðila og auknum tækifærum. Einnig að gera Húsavík að eftirsóttum áfangastað með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu allan ársins hring, lengja dvalartíma ferðamanna og stuðla að hámarks virðisauka hagsmunaaðila af ferðaþjónustu.
Um 32 aðailar eru skráðir að Húsavíkurstofu, þ.á.m. eitt fyrirtæki frá Akureyri. Mér finnst það frekar léleg þátttaka og hefði viljað sjá helmingi fleiri fyrirtæki sem aðila að stofunni, það mætti hugsa sér að þau greiddu fé til stofunnar í einhverju hlutfalli við veltu.“
Nú er vor og árið 2016. Áætlað er að til landsins komi 1700 þúsund ferðamenn, æ fleiri koma utan háannar þ.e. haust, vetur og vor. Landshlutar og sveitarfélög leitast við að ná einhverju af þessari köku. Á Húsavík hafa aldrei í sögunni verið eins góðir og miklir möguleikar í móttöku ferðamanna.
Nýtt hótel, nýir veitingagstaðir
Nýtt glæsilegt Fosshótel opnar í maí, einnig opna þrír nýir veitingastaðir, gistimöguleikar hafa aldrei verið fleiri eða betri,ný fyrirtæki í afþreyingu hafa litið dagsins ljós, bæði að sumri sem vetri. MFS: Flugsamgöngur Flugsamgöngur hafa aldrei verið betri. 20 flug á viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Vegna framkvæmda á Bakka, Húsavíkurhöfðajarðganga og á Þeistareykjum er talið að hér verði um 700 manns á þeirra vegum um næstu áramót.
Verðugt verkefni
Það væri verðugt verkefni fyrir Norðurþing að leiða saman fyrirtæki sem vildu styðja eindurreisn Húsavíkurstofu. Það er varla til það fyrirtæki í Norðurþingi (Norðuþing nær til Kelduhverfis, Kópaskers og Raufarhafnar, ekki gleyma því) sem og önnur fyrirtæki Þingeyjarsýslu sem ekki koma beint að þjónustu við ferðamenn á einn eða annan hátt, t.d. iðnaðarmenn, bændur, bakarí, bíla- og hjólbarðaverkstæði, verslanir, bankar og tryggingafélög svo eitthvað sé nefnt.
Ráðstefnur og viðburðir.
Hið nýja Fosshótel verður að einhverju leyti auglýst sem ráðstefnuhótel með mörgum fundarsölum, stór ráðstefna gæti kallað á Íþróttahöllina undir viðburð, þar fengi Norðuþing tekjur og t.d. eru ráðstefnur yfirleitt haldnar utan háannar. Í kringum ráðstefnur og fundi eru yfirleitt stór hópur maka eða aðstandenda sem þarf á afþreyingu að halda svo þar eru líka tækifæri.
Loksins er hafnaraðstaða orðin það góð að hægt er að taka á móti stórum og smáum skemmtiferðaskipum. Markaðssetning fyrir móttöku slíkra skipa tekur lengri tíma en markaðssetning í annari ferðaþjónustu. Orkugangan er dæmi um viðburð sem gæti verið alþjóðlegur og þar með kæmu hér erlendir gestir utan háannar sem nýttu sér þjónustu í gistingu og veitingastaðaflórunni, eða þyrluskíðaferðir. Nú þegar er vísir að skíðaferðum og siglingum hjá einu hvalaskoðunarfyrirtæki hér, bara svo eitthvað sé nefnt. Í Þingeyjarsýslu eru margir helstu og vinsælustu ferðamannastaðir landsins en það eru fleiri sem bjóða uppá náttúruperlur og því er samkeppnin mikil.
Hver mun…?
Hver mun sjá umað dreifa fjórðungskorti af Norðurlandi eystra á alla þjónustustaði fyrir ferðafólk? Þessi kort, sem eru blöð í blokk sem hver og einn getur tekið með sér, var varla að finna hér um slóðir í fyrra, hvorki á flugvelli eða annarsstaðar. Verður gefið út þjónustukort fyrir Húsavík? Verða merktar gönguleiðir á Húsavík t.d. út að Húsavíkurvita, Botnsvatni og á fleiri staði? Mun verða sett upp almenningssalerni á Húsavík? Verður upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn starfrækt?
Greina þarf þá ferðamenn sem til landsins koma, hverjar eru þeirra þarfir og langanir, öðruvísi er ekki hægt að þróa ferðaþjónustu á svæðinu, nema eftirá og þá er það kannski of seint.
Nú ætti að nota þennan meðbyr og slagkraft í stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar, ferðaþjónustu, og halda áfram markaðs- og upplýsingastarfsemi. Sækja fjármagn til hins opinbera til að efla og bæta ferðaþjónustu á staðnum.
Markaðs og kynningarmál eru eilífðarmál og má hvergi slá af né hika.