HSN fær 130 milljóna króna viðbótarfjárveitingu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu fyrir rekstrarárið 2018. Aukningin nemur að jafnaði um 3% af heildarfjárveitingu stofnananna á árinu. Þannig fær Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) 130 milljónir kr. eða mest allra stofnananna.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær 98,8 m.kr., Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, 80 m.kr., Heilbrigðisstofnun Austurlands, 70 m.kr., Heilbrigðisstofnun Suðurlands 110 m.kr. og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 71,1 m.kr.

Aukafjárveitingunni er fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofnananna sem að einhverju leyti stafar af veikleika í rekstri en má einnig rekja til ófyrirséðra útgjalda, t.d. vegna mönnunarvanda og veikinda starfsfólks sem kallar á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað.

Nýjast