Hraukar eftir sandmaðka í fjörinni við Pollinn

Myndir/Ingveldur Tryggvadóttir
Myndir/Ingveldur Tryggvadóttir

Hraukar eftir sandmaðka hafa verið áberandi í fjörunni við Pollinn á Akureyri undanfarna daga. Þessar myndir tók Ingveldur Tryggvadóttir og sýna þær vel fjöldann.  Sandmaðkurinn er setæta og tekur til sín mikið magn af seti sem fer í gegnum meltingarveg hanns en hann nærist á leifum lífvera í setinu. Hann rekur svo afturendann upp úr leðjunni á um það bil 40 mínútna fresti til að losa sig við úrgang. Sandmaðkurinn er algeng fæða fugla, tjaldurinn er til dæmis sólginn í maðkinn. Á árum áður var sandmaðkurinn gjarnan notaður í beitu. Hægt er að stækka myndirnar með því smella á þær.

Nýjast