Akureyringar fluttu erindi um brýn hagsmunamál
Alþjóðaþing Arctic Circle (Hringborðs Norðurslóða) var haldið um síðustu helgi í Hörpu í Reykjavík. Hópur ungmenna frá Ungmennahúsi Akureyrarbæjar sótti þingið og á sérstakri málstofu sem nefnist Raddir unga fólksins (The Voices of Youth) fluttu þrir Akureyringar erindi um brýn hagsmunamál ungs fólks.
Omar Khattab Almohammad sagði frá reynslu sinni af menntakerfinu eftir að hann flutti til Akureyrar frá Sýrlandi, Páll Rúnar Bjarnason talaði um reynslu unglinga af þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem er í boði á Akureyri og Ari Orrason fjallað um sjálfsmorð ungmenna í bænum.
Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri hjá Ungmennahúsinu á Akureyri, segir að hún sé bjartsýn á að ferðin suður beri góðan ávöxt.