Harðbakur siglir til Akureyrar
Harðbakur EA 3, hinn nýji togari Útgerðarfélags Akureyringa, hefur verið afhentur eigendum sínum í Noregi. Í kjölfarið á uppgjöri við Vard-Aukra skipasmíðastöðina var íslenski fáninn dreginn að húni og gert var ráð fyrir að skipið sigli af stað til heimahafnar sl þriðjudag. Áætlað er að siglingin heim taki um þrjá og hálfan sólarhring. Skipstjóri á Harðbak er Hjörtur Valsson og yfirvélstjóri er Friðrik Karlsson. Slippurinn á Akureyri tekur við skipinu þegar heim er komið og settur verður vinnslubúnaður um borð. Stefnt er að Harðabakur hefji veiðar í byrjun nýs árs, segir á vef Samherja.