Hættur sem stjórnarformaður KEA

Birgir Guðmundsson.
Birgir Guðmundsson.

Birgir Guðmundsson tilkynnti á aðalfundi KEA svf. í gærkvöldi að hann væri hættur í stjórn félagsins. Birgir hefur verið stjórnaformaður félagsins í fimm ár en setið í stjórn og varastjórn félagsins í áratug. Hann staðfesti í samtali við Vikudag að ástæða úrsagnarinnar hafi verið trúnaðarbrestur á milli sín og meirihluta stjórnarinnar og hann hafi ekki haft meirihluta til áframhaldandi stjórnarformennsku.

Birgir vildi ekki tjá sig frekar um það mál. „Ég taldi einfaldlega farsælast að stíga alveg til hliðar,“ segir Birgir. Eiríkur Haukur Hauksson hefur tekið við starfi stjórnarformanns félagsins.

KEA er staðbundið fjárfestingarfélag þar sem afhafnasvæðið er Norðausturland.  Auk þess að  vinna að fjárfestingastarfsemi í gegnum dótturfélögin styður félagið við ýmis samfélagsleg verkefni meðal annars í gegnum Menningar- og viðurkenningasjóð félagsins.

Nýjast