Hættir sem formaður eftir 30 ára starf

Konráð Alfreðsson. Mynd/Þröstur Ernir
Konráð Alfreðsson. Mynd/Þröstur Ernir

Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, mun ekki gefa kost á sér þegar kosið verður til formanns félagsins eftir áramót. Konráð hefur gegnt stöðu formanns Sjómannfélags Eyjafjarðar frá árinu 1989.

„Ég tilkynnti það á síðasta aðalfundi að ég myndi hætta á næsta ári. Þá verða komin 30 ár síðan ég tók við starfinu og þetta er orðið gott,“ segir Konráð. Hann kveðst líta stoltur um öxl. „Ég fer mjög sáttur frá borði og er ánægður með mín störf hjá Sjómannafélaginu.“ 

Konráð er í ítarlegu viðtali í Vikudegi sem kom út í gær. Þar ræðir hann m.a. um sjómennskuna, lífsháskann, harkið í félagsstarfinu og árið í fyrra sem var það erfiðasta í hans lífi.

Nýjast