20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Hæg íbúafjölgun gæti komið niður á þjónustu
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af íbúaþróun á Akureyri. Bæjarbúum hefur fjölgað heldur hægt undafarin ár eins og fjallað hefur verið um undanfarnar vikur. Gunnar bendir m.a. á að lítil fækkun íbúa hafi áhrif á útsvarstekjur bæjarins.
„Á Akureyri er hátt þjónustustig og útsvarstekjur bæjarins stendur undir þeirri þjónustu. Það verður að sjálfsögðu erfiðara að standa undir þjónustunni ef fólki fjölgar hægt. Þetta er verulegt umhugsunarefni,“ segir Gunnar.
Útsvarstekjur á Akureyri voru undir landsmeðaltali á síðasta ári. Samkvæmt gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga voru staðgreiðslutekjur Akureyrarbæjar á síðasta ári 9,7 millarðar króna og hækkuðu miðað við árið á undan um 585 milljónir króna eða 6,4%. Sé hins vegar litið á þessar tekjur á landinu öllu hækkuðu þær um 9,3%. Hefðu staðgreiðslutekjurnar hækkað á Akureyri jafnt og á landsvísu hefðu tekjur Akureyrarbæjar hækkað um 266 milljónir til viðbótar.
Rétt er að taka fram varðandi þessar tölur að Akureyrarbær fær væntanlega framlag úr Jönunarsjóði sveitarfélaga, tekjujöfnunarframlag, sem ætlað er þeim sveitarfélögum sem hafa lægri skatttekjur en sambærileg sveitarfélög.
Spurður hvor minnkandi tekjur bæjarins geti haft áhrif á þjónustu bæjarins segir Gunnar Gíslason ljóst að ef svigrúm bæjarsjóðs minnkar verði erfiðari að standa undir þjónustunni. „Þessi þróun er ekki til að yppa öxlum yfir. Við þurfum að vera meðvitum um ástandið og grípa til aðgerða og m.a. að fjölga atvinnutækifærum á svæðinu.“