Gistipláss í Grímsey í júlí uppbókað til 2022

Grímsey er vinsæll áfangastaður.
Grímsey er vinsæll áfangastaður.

Gistipláss í júlí í Grímsey er orðið uppbókað til ársins 2022. Þetta kemur fram í viðtali við Höllu Ingólfsdóttur í nýjasta tölublaði Vikudags en Halla rekur ferðaþjónustuna Arctic Trip í Grímsey. Hún segir júlímánuð sérstaklega vinsælan enda sé mánuðurinn orðinn uppbókaður næstu árin.

„Það er að stóru leyti komið til vegna þess að atvinnufuglaljósmyndarar bóka fram í tímann og eru með vinnubúðir út í Grímsey í júlí. Þetta er alveg magnað en vissulega mætti þetta dreifist meira og mun sennilega gerast þegar júlímánuður er orðinn fullbókaður næstu 3-4 árin. Þá neyðist fólk til að koma öðru hvoru megin við,“ segir Halla.

Hún segir jafnframt að aukning sé í komu ferðafólks til eyjunnar og mikið fari fyrir erlendum ferðamönnum.

„En Íslendingar hafa verið sækja sig í veðrið undanfarin sex ár og þegar ferjuferðunum var fjölgað gáfust betri möguleikar á að koma í helgarferðir til Grímseyjar,“ segir Halla.

Nýjast