Fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla

Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, og Halla…
Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, taka fyrstu stungurnar. Ljósmynd/Ragnar Hólm Ragnarsson.

Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að leikskólanum Klöppum við Glerárskóla á Akureyri. Leikskólinn verður alls um 1.450 fermetrar á tveimur hæðum og verður innangengt yfir í grunnskóla og íþróttamiðstöð.

Gert er ráð fyrir sjö deilda leikskóla með 144 rýmum, þar af ungbarnadeild, og er fyrirhugað að með tilkomu skólans verði hægt að bjóða öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist. Verklegar framkvæmdir voru boðnar út í heild sinni í febrúar 2020. Jarðvinna, lóðarvinna og allur frágangur að innan og utan er hluti af verkinu.

Í tilynningu frá Akureyrarbæ segir að gengið hafi verið til samninga við lægstbjóðanda, Byggingarfélagið Hyrnu. Áætlaður kostnaður er um einn milljarður króna og er stefnt að verklokum í ágúst 2021.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, tóku fyrstu skóflustungurnar að sjálfsögðu með tveggja metra millibili í ljósi aðstæðna.

Nýjast