13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fyrsta lögregluliðið til að stíga Græna skrefið
Fyrir miðri mynd er Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Akureyri með viðurkenninguna ásamt Nönnu Lind Stefánsdóttur og Lilju Ólafsdóttur.
Í desember 2019 fengu allar lögreglustöðvar embættis Lögreglunnar á Norðurlandi eystra viðurkenningu frá umhverfis- og auðlindarráðherra fyrir að hafa tekið fyrsta Græna skrefið í opinberrum rekstri. Þetta eru lögreglustöðvarnar á Akureyri, Dalvík, Húsavík, Siglufirði og Þórshöfn. Frá þessu er greint á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
„Þetta er okkar leið til að vinna markvisst að umhverfismálum sem felur í sér að auka umhverfisvitund og draga úr umhverfisáhrifum. Við erum mjög stolt af því að vera fyrsta lögregluliðið til að stíga þetta skref,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar.