Fulltrúi Akureyrarbæjar í aðgerðarhóp um flugvöllinn

Guðmyndur Baldvin Guðmundsson.
Guðmyndur Baldvin Guðmundsson.

Bæjarráð Akureyrar hefur tilnefnt Guðmund Baldvin Guðmundsson, formann bæjarráðs, sem fulltrúa Akureyrarbæjar í aðgerðahóp um uppbyggingu Akureyrarflugvallar. Aðgerðarhópurinn er skipaður fulltrúum úr samgönguráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu, Akureyrarbæ, Eyþingi, ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Isavia.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður NA-kjördæmis, situr í hópnum fyrir hönd atvinnuvegaráðueytisins. 

Hópnum verður falið að taka saman gögn og setja fram tillögur til að vinna að þessu markmiði. Aðgerðahópnum er meðal annars falið að gera tillögur að endurbótum á flugstöðinni. Hópurinn á að ljúka störfum fyrir 31. mars 2020.

Nýjast