Framkvæmdir hafnar við virkjun í Eyjafjarðará

Mynd/Ármann Hinrik.
Mynd/Ármann Hinrik.

Framkvæmdir við byggingu stöðvarhúss Tjarnavirkjunar í Eyjafjarðarsveit eru að hefjast þessa dagana í landi Halldórsstaða. Virkjunin nýtir ca. 50 metra fall í Eyjafjarðará og mun afkasta um 1 MW í raforkuframleiðslu. Með Tjarnarvirkjun verður virkjaður sá hluti Eyjafjarðarár sem rennur í gegnum hóla í landi Hólsgerðis, Tjarna, Laugarengi og Halldórsstaða.

Reist verður um 2-4 m há og 100 m löng inntaksstífla. Virkjunin ásamt tilheyrandi mannvirkjum er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum og birti stofnunin ákvörðun um að framkvæmdin væri ekki matsskyld. Skipulagsstofnunar segir m.a. í áliti sínu að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Áætlað er að framkvæmdir klárist í janúar 2020.

Nýjast