Framkvæmdir hafnar við uppsetningu á aðflugsbúnaði

Jarðvegsvinna hefur staðið yfir í nokkrar vikur.
Jarðvegsvinna hefur staðið yfir í nokkrar vikur.

Framkvæmdir eru hafnar við uppsetningu á ILS aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli. Jarðvegsvinna hefur staðið yfir í nokkrar vikur og er vonast til þess að hægt verði að setja búnaðinn upp og taka í notkun fyrir haustið.

Þegar reglubundið þotuflug frá Bretlandi til Akureyrar hófst sl. vetur komu í ljós vandræði við að lenda á Akureyrarflugvelli í slæmu skyggni. Uppsetning á nýjum aðflugsbúnaði þykir lykilatriði í að efla ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Nýjast