13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur
Fræðsluráð Akureyrarbæjar afhenti nemendum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi og starfi, skólaárið 2018-2019, en athöfnin fór fram í Hofi. Óskað var eftir tilnefningum frá skólasamfélaginu um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar.
Viðurkenningar hlutu:
Alma Sól Valdimarsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir þátttöku í félagsstörfum og að leggja sig alla fram í námi og leik.
Nour Mohamad Naser, nemandi í Brekkuskóla, fyrir dugnað og metnað í námi, jákvæðni og hlýju.
Telma Ósk Þórhallsdóttir, nemandi í Naustaskóla, fyrir áhuga á félagsmálum og hagsmunum nemenda.
Helga Viðarsdóttir, nemandi Giljaskóla fyrir námsárangur, framkomu og fjölhæfni.
Oliwia Moranska, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir metnað, vinnusemi, jákvæðni, sköpun og gagnrýna hugsun.
Hildur Arnarsdóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir dugnað í námi og háttprýði í framkomu.
Elís Þór Sigurðsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir jákvæðni, dugnað, eljusemi og framfarir í námi og leik.
Birta Ósk Þórólfsdóttir, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir vinnu við árshátíðir Oddeyrarskóla.
Sunna Svansdóttir, kennari í Síðuskóla, fyrir framúrskarandi starf með nemendum sem eru með greiningar eða fötlun.
Sigurlaug Ásta Grétarsdóttir, fagstjóri í sérdeild Síðuskóla,fyrir fagmennsku, framsækni og lausnaleit í krefjandi starfi.
Heiðar Ríkharðsson, kennari í Giljaskóla, fyrir fjölbreytta kennsluhætti og að vera góð fyrirmynd nemenda.
Dragana Kovacevic, starfsmaður í Kiðagili, fyrir framúrskarandi starfshætti, jákvæðni, þolinmæði og hlýju.
Ágústa Kristjánsdóttir, sérkennari í Lundarskóla, fyrir að vera fyrirmynd og að sýna fagmennsku og alúð í starfi.
Alda Bjarnadóttir, kennari í Lundarskóla, fyrir að mæta ólíkum þörfum nemenda og vera jákvæð og lausnamiðuð.
María Aldís Sverrisdóttir, Ólöf Huld Ómarsdóttir, Vala Magnúsdóttir og Valbjörg Rós Ólafsdóttir, kennarar í Hulduheimum, Seli, fyrir að fylgja áherslum í skólastarfi á jákvæðan, uppbyggilegan og faglegan hátt.
Hafey Lúðvíksdóttir, starfsmaður í Giljaskóla, fyrir hugulsemi og hlýju við nemendur, glaðværð og frumkvæði í starfi.
Halla Kristín Tulinius og Rósa Mjöll Heimisdóttir, sérkennarar í Brekkuskóla, fyrir að þróa starfshætti í sérkennslu til hagsbóta fyrir nemendur.
Leikskólinn Kiðagil, fyrir leikskólalæsi og að vinna með tungumálið á spennandi og áhugaverðan hátt.
Leikskólinn Iðavöllur, fyrir sprotaverkefnið, Þar er leikur að læra - Tengsl við nemendur og foreldra af erlendum uppruna.