13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fengu styrki frá Afrekssjóði
Blakdeild KA og Íshokkídeild SA fengu nýverið styrki frá Afrekssjóði Akureyrar. Blakdeild KA fékk 1.200.000 vegna Íslandsmeistaratitila, bikarmeistaratitila og vegna þátttöku í Evrópukeppni 2019. Íshokkídeild SA fékk kr. 600.000 vegna Íslandsmeistaratitla félagsins 2019.
Skautafélag Akureyrar og Knattspyrnufélag Akureyrar áttu lið á líðandi vetri sem náðu frábærum árangri á vellinum. Bæði karla- og kvennaíshokkílið SA vann alla titla á skautasvellinu og sömu sögu er að segja af karla- og kvennablakliðum KA sem vann alla titla sem voru í boði á blakvellinum og náðu sögulegri tvöfaldri þrennu.
Afrekssjóður Akureyrar hefur það að markmiði að styrkja við afreksíþróttastarf aðildarfélaga Íþróttabandalags Akureyrar. Hluti af þeim styrkjum er styrkur til félaga sem ná framúrskarandi árangri í meistaraflokki í hópíþróttum, þ.e. Íslandsmeistaratitill, bikarmeistaratitill og/eða þátttaka í Evrópukeppni, segir á vef Akureyrarbæjar.
Hildur Betty Kristjánsdóttir og Ólöf Björk Sigurðardóttir.