Fallið frá tilboði í Sigurhæðir

Sigurhæðir.
Sigurhæðir.

Davíð Smárason framkvæmdastjóri Hótels Akureyri hefur fallið frá tilboði í leigu á Sigurhæðum vegna gjörbreyttra rekstraraðstæðna. Stjórn Akureyrarstofu samþykkti í vetur að ganga til viðræðna við Hótel Akureyri um leigu á Sigurhæðum auglýst var eftir áhugasömum leigjendum í nóvember. Alls bárust fjögur tilboð.

Fyrirhuguð var að Akureyrarbær myndi selja Sigurhæðir, húsinu sem þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson lét reisa og hýsir nú minningarsafn um hann, en sú áætlun hlaut harða gagnrýna á meðal bæjarbúa. Helstu ástæða sölunnar voru þær að húsið hefur ekki nýst síðustu árin vegna lélegs aðgengis. Því var ákveðið að hætt við sölu og auglýsa húsið til leigu.

Stjórn Akureyrarstofu hefur falið starfsmönnum að skoða með framhald málsins í ljósi stöðunnar.

Nýjast