Falla tímabundið frá flutningi Punktsins

Rósenborg.
Rósenborg.

Bæjarráð Akureyrar samþykkti nýverið í ljósi þess ástands sem ríkir að falla tímabundið frá flutningi á rekstri Punktsins frá Rósenborg yfir í Víðilund. Flutningi Punktsins hefur verið mótmælt harðlega undanfarna mánuði. 

Aðalmarkmið Punktsins er að gera börnum og fullorðnum kleift að sækja námskeið í handverki hjá fag- eða listafólki. Starfsemin hefur byggst upp á fjórum grunnþáttum sem eru vefnaður, smíðar, saumaskapur og leirmótun. Auk þess hafa verið haldin mörg námskeið í ýmsun list- og handverksgreinum. 

Nýjast