13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fæstir erlendir ríkisborgarar á Norðurlandi eystra
Lægsta hlutfall íbúa á Íslandi með erlend ríkisfang er á Norðurlandi eystra eða 8%. Hæsta er hlutfallið á Suðurnesjum eða 24%.
Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands sem hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2019.
Rúmlega þúsund á Akureyri
Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands eru 1.095 erlendir ríkisborgarar á Akureyri eða 6%. Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í sveitarfélögum á Norðurlandi eystra er í Skútastaðahreppi með 25% erlendra ríkisborgara og í Svalbarðsstrandahreppi með 22%.
Í öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði eru 12% íbúa á Dalvík með erlent ríkisfang, 5% í Eyjafjarðarsveit og í Hörgársveit og 9% í Grýtubakkahreppi.