Eyþór Björnsson ráðinn framkvæmdastjóri nýrra landshlutasamtaka
Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Þetta kemur fram á vef samtakanna. Eyþór var einn af 26 umsækjendum um stöðuna.
Eyþór Björnsson er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, MBA frá Háskóla Íslands og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið diplomanámi í alþjóðlegum hafrétti frá Rhodes Academy. Eyþór hefur starfað sem forstjóri Fiskistofu frá árinu 2010 og þar á undan gengdi hann starfi sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs hjá sömu stofnun. Eyþór hefur yfirgripsmikla reynslu af rekstri og stjórnun s.s. breytingastjórnun, skipulagningu og uppbyggingu starfsstöðva, mannauðsmálum, stefnumótun og innleiðingu stefnu.
„Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu nýja starfi og ég er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Landshlutasamtökin hafa gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna og ég sé framundan mjög spennandi og skemmtilega vinnu með því reynslumikla fólki sem er hér til staðar og er nú að sameinast um að vinna þessi mikilvægu verkefni,” segir Eyþór